fim 30. október 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gísli Gottskálk áfram í pólska bikarnum
Mynd: EPA
Gísli Gottskálk Þórðarson og félagar í Lech Poznan eru komnir áfram í pólska bikarnum.

Liðið heimsótti Gryf Slupsk sem spilar í 4. deild. Gísli byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik. Poznan var 2-0 yfir í hálfleik en leiknum lauk með 2-1 sigri Poznan.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Gharafa sem vann Al-Duhail 3-1 í deildarkeppninni í Katar. Al-Gharafa er á toppnum með 19 stig eftir átta umferðir en Qatar SC er í 2. sæti með 17 stig og á leik til góða.

Al-Sharjah, lærisveinar Milosar Milojevic, töpuðu 2-0 gegn Shabab Al-Ahli í deildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Al-Sharjaah er í 10. sæti með sjö stig eftir sjö umferðir.
Athugasemdir
banner
banner