Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chiesa: Ég var ekki andlega tilbúinn
Mynd: EPA
Federico Chiesa hefur verið með betri leikmönnum Liverpool á annars erfiðu tímabili í ár.

Chesa hefur komið að fimm mörkum í níu leikjum í öllum keppnum en hann hefur aðeins einu sinni verið í byrjunarliðinu.

Hann gekk til liðs við Liverpool frá Juventus síðasta sumar en náði engum takti og spilaði ekki mikið. Chesa ræddi við The Times um tímann sinn hjá Liverpool til þessa.

„Aðal markmiðið er að spila vel svo er undir stjóranum komið hvort ég byrji eða ekki. Ef ég held áfram að spila vel fæ ég fleiri mínútur. Ég var ekki í nógu góðu formi og ekki andlega tilbúinn í fyrra," sagði Chiesa.

„Það var allt í lagi því ég var ekki á sama stað og hinir. Um leið og tímabilið hófst í ár fann ég að ég var betri líkamlega og andlega. Ég hef spilað meira og þarf að spila meira til að komast í toppform. Ég er ánægður með uppganginn hjá mér."

Liverpool mætir Crystal Palace í enska deildabikarnum í kvöld og Chiesa gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu.

Athugasemdir
banner
banner