Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   fös 31. október 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hugsaði að Xhaka yrði flottur á miðjunni hjá Liverpool
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Sunderland
Kaup nýliða Sunderland á Granit Xhaka hafa verið ein þau bestu hingað til á tímabilinu.

Xhaka hefur komið inn með mikinn kraft í lið Sunderland sem er þessa stundina í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Xhaka kom inn í lið Sunderland með reynslu úr úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað áður með Arsenal. Hann hefur sýnt að hann á enn nóg eftir þrátt fyrir að hann sé 33 ára gamall.

„Granit Xhaka er stórkostlegur leikmaður," sagði Einar Guðnason í Enski boltinn hlaðvarpinu.

„Ég hugsaði að þegar ég var að horfa á þennan leik, og ég horfði á Liverpool leikinn seinna um kvöldið, að Xhaka væri bara flottur á miðjunni í Liverpool. Hann myndi allavega gefa þessu meiri greddu, festu og hörku," sagði Magnús Haukur Harðarson en Xhaka er alvöru karakter.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Man Utd stakk sér fram úr Liverpool
Athugasemdir
banner