fim 30. október 2025 15:00
Kári Snorrason
Góð tíðindi fyrir United - Martínez snýr aftur til æfinga
Argentínumaðurinn hefur verið frá síðan í febrúar.
Argentínumaðurinn hefur verið frá síðan í febrúar.
Mynd: EPA

Lisandro Martínez er snúinn aftur að fullu á æfingar Manchester United.

Argentínumaðurinn hefur verið fjarverandi frá síðan að hann meiddist alvarlega á hné í leik gegn Crystal Palace í upphafi febrúar mánaðar.

Næsti leikur Manchester United er gegn Nottingham Forest um helgina og leikurinn þar á eftir er gegn Tottenham. United situr nú í 6. sæti deildarinnar og hefur unnið síðustu þrjá leiki sína. 

Varnarmaðurinn geðþekki hefur spilað 91 leik fyrir félagið eftir að hann gekk til liðs við United frá Ajax fyrir þremur árum. 



Athugasemdir