Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Dagur: Hef beðið lengi eftir þessu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jón Dagur Þorsteinsson gulltryggði Hertha Berlin sigurinn gegn Elversberg í þýska bikarnum í gær í 3-0 sigri.

Hann kom inn á sem varamaður og skoraði úr vítaspyrnu í uppbótatíma en hann fiskaði vítið sjálfur.

Jón Dagur gekk til liðs við Hertha frá belgíska liðinu Leuven í fyrra og hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu. Markið í gær var hans fyrsta fyrir liðið.

„Þú þarft stundum að hafa heppnina með þér í fótbolta. Ef hún er ekki til staðar þarftu að halda áfram. Ég gerði það og skoraði loksins. Ég hef beðið lengi eftir þessu og ég er svo glaður. Ég vil að sjálfsögðu meira. Það sama má segja um liðið í heild, við gerðum okkar vel og erum klárir fyrir laugardaginn," sagði Jón Dagur í viðtali sem var birt á heimasíðu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner