Luciano Spalletti hefur verið ráðinn stjóri Juventus. Hann skrifaði undir samning út tímabilið.
Hann tekur við af Igor Tudor sem var látinn taka pokann sinn eftir slæmt gengi í upphafi tímabilsins. Liðið spilaði átta leiki í röð án þess að vinna en liðið lagði Udinese af velli í gær. Liðið er í 7. sæti ítölsku deildarinnar eftir níu umferðir.
Hann tekur við af Igor Tudor sem var látinn taka pokann sinn eftir slæmt gengi í upphafi tímabilsins. Liðið spilaði átta leiki í röð án þess að vinna en liðið lagði Udinese af velli í gær. Liðið er í 7. sæti ítölsku deildarinnar eftir níu umferðir.
Spalletti er fyrrum stjóri Roma og Inter en hann var rekinn sem landsliðsþjálfari Ítalíu í júní.
„Við erum himinlifandi að bjóða þjálfara með slíka þekkingu og reynslu velkominn í fjölskylduna. Velkominn til Juventus og gangi þér vel," segir í tilkynningu frá Juventus.
Mister ???? pic.twitter.com/90Su6CCYP5
— JuventusFC (@juventusfc) October 30, 2025
Athugasemdir




