 
                                                                        
                                                                                                                
                        
                                    
                                                                                                
                                    
                
                                                                
                Ensk stórlið vilja fá kamerúnskan framherja frá Levante , AC Milan hefur áhuga á Zirkzee og Chelsea leiðir baráttuna um Yildiz. Hér er Powerade slúðurlestin.
                
                
                                    Manchester City, Manchester United og Arsenal eru með í baráttunni um kamerúnska framherjann Karl Etta Eyong (22) hjá Levante sem vill að framtíð sín skýrist í janúar. Barcelona og Real Madrid hafa einnig áhuga. (Mundo Deportivo)
Manchester United er ekki að vinna í því að fá sænska framherjann Kevin Filling (16) hjá AIK. Ranglega hefur verið greint frá því að viðræður séu í gangi. (Manchester Evening News)
AC Milan gæti blandað sér í baráttuna um Joshua Zirkzee (24) ef Manchester United er tilbúið að lána hann í janúa. (Gazzetta dello Sport)
Þýskalandsmeistarar Bayern München eru komnir í viðræður um hollenska bakvörðinn Givairo Read (19) hjá Feyenoord. Nokkur ensk úrvalsdeildarfélög, þar á meðal Liverpool, hafa áhuga á leikmanninum. (Sky Sports)
Mjög ólíklegt er að Ange Postecoglou, fyrrum stjóri Tottenham og Nottingham Forest, verði næsti stjóri Celtic. Kieran McKenna hjá Ipswich og Craig Bellamy landsliðsþjálfari Wales eru orðaðir við starfið. (Sky Sports)
Victor Osimhen (26), sóknarmaður Galatasaray, er enn á blaði hjá Barcelona en verðmiðinn á nígeríska landsliðsmanninum fælir í burtu. (Mundo Deportivo)
Chelsea leiðir í kapphlaupinu um Kenan Yildiz (20), framherja Juventus, eftir að hafa sent inn fyrirspurn. Arsenal, Manchester United og Liverpool hafa einnig áhuga á tyrkneska landsliðsmanninum. (Teamtalk)
Chelsea er að vinna í því að fá Joaquin Panichelli (23) frá franska liðinu Strasbourg en AC Milan hefur einnig áhuga á argentínska sóknarmanninum. (Fichajes)
Eric Garcia (24) varnarmaður Barcelona hefur samþykkt nýjan samning við Barcelona. Chelsea og Tottenham höfðu sýnt honum áhuga. (TBR)
Tottenham hefur áhuga á að kaupa kanadíska sóknarmanninn Jonathan David (25) frá Juventus í janúar. Bayern München horfir einnig til hans. (Fichajes)
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        
