KR átti kaflaskipt tímabil í Bestu deildinni. Liðið byrjaði vel og spilaði virkilega skemmtilegan fótbolta. Það fór síðan að halla undan fæti, lykilmenn glímdu við meiðsli og stigasöfnunin gekk verr.
Þegar stutt var í tvískiptingu deildarinnar var KR í fallsæti, eftir 25 umferðir var KR í botnsætinu og svo því næst neðsta fyrir lokaumferðina.
KR fór í úrslitaleik gegn Vestra á Ísafirði á laugardag og var ljóst að sigurliðið myndi halda sæti sínu í deildinni. KR fagnaði í lok leiks öruggum 1-5 sigri eftir öfluga frammistöðu og liðið verður í Bestu deildinni 2025.
Fótboti.net ræddi við Magnús Orri Schram, formann fótboltadeildar KR.
Þegar stutt var í tvískiptingu deildarinnar var KR í fallsæti, eftir 25 umferðir var KR í botnsætinu og svo því næst neðsta fyrir lokaumferðina.
KR fór í úrslitaleik gegn Vestra á Ísafirði á laugardag og var ljóst að sigurliðið myndi halda sæti sínu í deildinni. KR fagnaði í lok leiks öruggum 1-5 sigri eftir öfluga frammistöðu og liðið verður í Bestu deildinni 2025.
Fótboti.net ræddi við Magnús Orri Schram, formann fótboltadeildar KR.
Hvernig gerir þú upp tímabil KR, eru KR-ingar sáttir við tímabilið, og var skrítið að fagna öruggu sæti í deildinni?
„Vissulega stefndum við hærra í sumar og því er staðan í töflunni vonbrigði. Hins vegar er mjög margt jákvætt hægt að taka úr sumrinu. Samkvæmt ýmsum tölfræðiþáttum þegar deildinni var skipt í efri og neðri hluta, áttum við til dæmis að vera ofar," segir formaðurinn.
„Þá var líka einstakt að sjá stuðninginn sem við fengum en langflestir komu á okkar leiki í sumar - bæði heima og heiman, og þá sérstaklega eftir að við fórum aftur heim á Meistaravelli. Af tíu mest sóttu leikjum deildarinnar áður en skiptingin átti sér stað - var KR liðið að spila sex þeirra. Þegar neðri deildin hófst voru svo allir leikir okkar þeir mest sóttu og tæplega 2000 manns að meðaltali komu á heimaleikina í Vesturbænum."
„En við lærðum líka margt í sumar og það er margt sem við tökum með okkur inn í næsta tímabil. Við gerðum töluverðar breytingar á hópnum fyrir tímabilið sem við vissum að gætu orðið krefjandi en teljum mikilvægar fyrir okkar uppbyggingu til lengri tíma."
„Mig langar að fá að þakka sérstaklega stuðningsmönnum fyrir sumarið. Stuðningurinn var góður þegar við spiluðum hjá vinum okkar í Þrótti en það var einstakt að sjá hversu duglegt fólk var að mæta þegar við komum heim aftur - þrátt fyrir að gengið hafi verið frekar misjafnt. Að vera svo fyrir vestan á laugardag - var eitthvað sem enginn KR-ingur mun gleyma. Líklega vorum við rúmlega 200 sem komum vestur og þar á meðal um 50 manna hópur sem lagði af stað kl. 6.30 úr Vesturbænum og var ekki kominn heim aftur fyrr en undir miðnætti. Þetta fólk og aðrir sem lögðu leið sína vestur sköpuðu eitthvað alveg einstakt og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Við munum aldrei gleyma þessari stund," segir Magnús Orri.
Tölfræðin, vænt stig eða 'expected points', segir að KR hafi átt að vera ofar í deildinni. Skiptir það þig máli?
„Tölfræðin sýnir okkur að við erum á réttri leið. Við vissum að það myndi gefa á bátinn en margt sýnir okkur að við erum að gera rétt. Þá vorum mjög óheppin með meiðsli - lykilmenn voru frá lengri og skemmri tíma og það tók í – þó það komi maður í manns stað þá voru hoggin stór skörð í okkar raðir."
Hvernig var að sjá stuðninginn við liðið þegar mest á reyndi?
„Það var ótrúlegt. Tölurnar tala sínu máli og mætingin á Meistaravelli hefur verið frábær núna í haust. Það hefur líka verið gaman að sjá hversu mikið fótboltinn hjá okkur í KR er að verða fjölskyldusport. Ungir sem aldnir, og heilu fjölskyldur eru að mæta saman á leiki í KR og það finnst mér gefa góð fyrirheit um framhaldið. Með þeim hætti erum við að styrkja alla þætti starfsins, barna- og unglingastarfið, kvennaboltann og félagslega þáttinn."
Fréttir um nýtt fjölnotaíþróttahús, væntanlega ánægjuefni, en mun það hjálpa fótboltanum í KR og þá hvernig?
„KR hefur setið eftir í aðstöðumálum og það hefur verið erfitt að horfa upp á hvernig málin hafa þróast. Nú hefur okkur hins vegar tekist að lagfæra aðalvöllinn og koma fjölnotahúsinu af stað í ferli og vil ég þakka stjórn félagsins, byggingarnefnd og Reykjavíkurborg fyrir frábært starf að undanförnu."
„Þessi ákvörðun um fjölnota húsið mun líka losa um höft á öðrum þáttum aðstöðumála, því nú getum við sett alvöru kraft í næstu skref uppbyggingar. Vonandi tekst okkur að vinna þau mál hratt og vel. Þar verður hugsunin sú að byggja góða aðstöðu fyrir íþrótta- og félagsstarf KR um leið og við tryggjum góða umgjörð um sjálfbæran rekstur félagsins um ókomna tíð," segir formaðurinn.
Það er ljóst að KR ætlar sér hærra á næsta tímabili, Vesturbæingar telja sig vera á réttri leið og fyrirliði liðsins ætlar sér að vera hluti af liði sem tekur yfir íslenska boltann.
Athugasemdir


