Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   fim 30. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Lazio þarf á sigri að halda
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveir síðustu leikir níundu umferðar deildartímabilsins í Serie A fara fram í kvöld og tekur Cagliari á móti Sassuolo í fyrri leiknum.

Bæði lið hafa sýnt flottar rispur á upphafi tímabils en eitt stig skilur liðin að í neðri hluta deildarinnar, fimm og sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Nýliðar Pisa eru í fallsæti með 4 stig og taka á móti Lazio sem virðast vera að komast í gang eftir hikstandi byrjun á tímabilinu.

Lazio sýndi flotta frammistöðu til að leggja Juventus að velli um helgina, eftir tvo jafnteflisleiki í röð og öruggan sigur gegn Genoa umferðina þar á undan.

Lærlingar Maurizio Sarri þurfa á sigri að halda til að klífa upp stöðutöfluna, þar sem þeir eiga aðeins 11 stig eftir 8 umferðir sem stendur.

Leikir dagsins:
17:30 Cagliari - Sassuolo
19:45 Pisa - Lazio
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 9 7 0 2 16 8 +8 21
2 Milan 9 5 3 1 14 7 +7 18
3 Roma 8 6 0 2 8 3 +5 18
4 Inter 8 5 0 3 19 11 +8 15
5 Bologna 8 4 2 2 13 7 +6 14
6 Atalanta 9 2 7 0 13 7 +6 13
7 Como 8 3 4 1 9 5 +4 13
8 Juventus 8 3 3 2 9 8 +1 12
9 Udinese 8 3 3 2 10 12 -2 12
10 Lazio 8 3 2 3 11 7 +4 11
11 Cremonese 8 2 5 1 9 10 -1 11
12 Torino 8 3 2 3 8 14 -6 11
13 Sassuolo 8 3 1 4 8 9 -1 10
14 Cagliari 8 2 3 3 8 10 -2 9
15 Parma 8 1 4 3 3 7 -4 7
16 Lecce 9 1 3 5 7 14 -7 6
17 Verona 8 0 5 3 4 11 -7 5
18 Fiorentina 8 0 4 4 7 12 -5 4
19 Pisa 8 0 4 4 5 12 -7 4
20 Genoa 8 0 3 5 4 11 -7 3
Athugasemdir