banner
   fim 30. október 2025 08:48
Elvar Geir Magnússon
Maggi lítur í kringum sig - Fundaði með HK
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson.
Magnús Már Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar fundaði með HK í gær en Kópavogsliðið er í þjálfaraleit þar sem Hermann Hreiðarsson er að öllum líkindum að taka við Val.

Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni greindi frá því í gær að Magnús hafi fundað með HK en Vísir segir að hann sé einnig að ræða við Aftureldingu um mögulegt áframhald.

Afturelding féll úr Bestu deildinni í lokaumferðinni og verður því í sömu deild og HK á næsta ári. HK tapaði fyrir Keflavík í úrslitaleik umspils Lengjudeildarinnar.

Magnús er að renna út á samningi en hann er einnig á blaði hjá Breiðabliki sem er í leit að þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna.


Athugasemdir
banner
banner