Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
banner
   mið 29. október 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
„Af hverju ekki að nýta styrkleikann ef hann er til staðar?“
Mynd: EPA
Langt er síðan eins stór hluti marka í ensku úrvalsdeildinni hafa komið eftir föst leikatriði. Sitt sýnist hverjum um þessa tískubylgju, ef svo mætti kalla, og sumir segja að fótboltinn sé að verða leiðinlegri með þessari þróun.

Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og er með fullt hús í Meistaradeildinni en liðið er sérlega öflugt þegar kemur að föstum leikatriðum.

„Stuðningsmönnum finnst venjulega gaman þegar liðið þeirra er að vinna, í sannleika sagt erum við gjörn á að skipta um skoðun þegar kemur að fótboltanum," segir Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta BBC.

„Það truflar mig ekkert þegar stjórar og þjálfarar nota hvaða hugmyndafræði sem þeim sýnist til að ná fram úrslitum, svo lengi sem samræmist reglum."

„Af hverju ekki að nýta styrkleikann ef hann er til staðar? Það yrði kjánalegt að nota ekki styrkleika hópsins."
Athugasemdir
banner