fim 30. október 2025 21:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Vanvirðing að segja að Slot hafi stillt upp slöku liði"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Crystal Palace vann Liverpool í enska deildabikarnum í gær en þetta var þriðji sigur liðsins gegn Liverpool á tímabilinu.

Liverpool hefur verið í miklum vandræðum að undanförnu og tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Arne Slot stillti upp ungum leikmönnum í bland við leikmenn sem hafa spilað minna á tímabilinu. Þá var enginn lykilmaður til taks á bekknum.

Slot fékk gagnrýni fyrir liðsvalið en Oliver Glasner var ekki á því að þetta hafi verið slakt lið.

„Það væri vanvirðing að segja að hann hafi stillt upp slöku liði. Þetta var ákvörðun Arne Slot og okkur er sama um hvað önnur lið gera. Ég hef séð Joe Gomez spila fyrir England og vinna Meistaradeildina. Wataru Endo hefur spilað ég veit ekki hvað marga leiki fyrir Japan," sagði Glasner.

„Ég hef séð Mc Allister vinna HM sem byrjunarliðsmaður. Kerkez fór fyrir 40 milljónir, Chiesa spila fyrir ítalska landsliðið og Ngumoha hefur sýnt að hann getur skorað mörk í úrvalsdeildinni."

„Þetta var gott lið og allir eru hluti af Liverpool. Ég var aldrei nógu góður til að spila fyrir Liverpool. Þetta var ekki þeirra sterkasta lið en samt mjög gott Liverpool lið.
Athugasemdir
banner