Liverpool féll úr leik í enska deildabikarnum eftir 3-0 tap gegn Crystal Palace á Anfield í í gærkvöldi. Ríkjandi Englandsmeistarar hafa nú tapað í sex af síðustu sjö leikjum liðsins.
Ekkert annað lið í stærstu fimm deildum Evrópu hafa tapað jafn mörgum leikjum og Liverpool frá því að taphrina þeirra hófst, þann 27. september.
Tapið í gær var í fyrsta sinn sem Liverpool tapaði heimaleik í bikarkeppni á Anfield með þriggja marka mun án þess að skora í rúm 90 ár.
Næsti leikur liðsins fer fram á Anfield næstkomandi laugardagskvöld þegar Liverpool fær Aston Villa í heimsókn. Tölfræðin er þó Liverpool í vil, en liðið hefur ekki tapað gegn Villa í rúm fimm ár.
Síðasta tap þeirra gegn Aston Villa var þó eftirminnilegt, þá voru Liverpool ríkjandi Englandsmeistarar líkt og nú en töpuðu óvænt 7–2.


