Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 20:33
Ívan Guðjón Baldursson
Viktor Bjarki skoraði og lagði upp - Hörður kominn aftur
Lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik í tvö ár
Mynd: EPA
Mynd: Aðsent
Viktor Bjarki Daðason var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar í danska bikarnum í dag og átti stórleik.

Hann þykir gífurlega mikið efni og hefur mætt ótrúlega sterkur inn í aðalliðið hjá stórveldi FCK.

Kaupmannahöfn vann þægilegan sigur á útivelli gegn Hobro í dag þar sem Youssoufa Moukoko setti þrennu, en hann er aðeins búinn að skora 2 mörk í 13 deildarleikjum hingað til.

Viktor Bjarki lagði eitt marka Moukoko upp og skoraði svo sjálfur síðasta mark leiksins, svo lokatölur urðu 1-4 fyrir FCK. Sjáðu mörkin

Viktor er þar með kominn með tvær stoðsendingar og tvö mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með aðalliði FCK.

Daníel Freyr Kristjánsson kom inn af bekknum er Fredericia var slegið úr leik í bikarnum eftir vítaspyrnukeppni við Viborg. Daníel Freyr er kominn aftur til baka eftir meiðsli en hann fékk ekki að spreyta sig á vítapunktinum.

Hörður Björgvin Magnússon byrjaði þá sinn fyrsta leik með félagsliði í tvö ár þegar hann var í byrjunarliði Levadiakos gegn Asteras Tripolis í gríska bikarnum í dag.

Hörður Björgvin lék allan leikinn í varnarlínu Levadiakos og stóð sig mjög vel í 1-0 sigri. Olympiakos vann á sama tíma 5-0 gegn Volos en Hjörtur Hermannsson var ekki í hóp hjá tapliði Volos.

Sverrir Ingi Ingason var hvíldur er Panathinaikos sigraði Atromitos á útivelli.

Andri Fannar Baldursson og liðsfélagar hans í Kasimpasa eru að lokum úr leik í tyrkneska bikarnum eftir tap gegn Kahta.

Hobro 1 - 4 FCK
0-1 Youssoufa Moukoko ('13)
0-2 Youssoufa Moukoko ('48)
0-3 Youssoufa Moukoko ('59)
1-3 Sören Andreasen ('89)
1-4 Viktor Bjarki Daðason ('92)

Fredericia 2 - 2 Viborg
2-4 í vítaspyrnukeppni

Levadiakos 1 - 0 Asteras Tripolis

Olympiakos 5 - 0 Volos

Atromitos 1 - 2 Panathinaikos

Kahta 3 - 1 Kasimpasa

Athugasemdir