Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 29. október 2025 20:58
Snæbjört Pálsdóttir
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Eimskip
Thelma Karen Pálmadóttir
Thelma Karen Pálmadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Hin 17 ára gamla, Thelma Karen Pálmadóttir kom inná í sínum fyrsta A-landsliðsleik þegar Ísland sigraði Norður-Írland 3-0 í seinni viðureign þeirra í umspili um sæti í A deild þjóðardeildarinnar. 

Hvernig er tilfinningin eftir leik?

„Hún er bara frábær, bara ég held hún gæti ekki verið betri, bara algjör draumur. Manni hefur dreymt um þetta og þetta er bara frábært augnablik."


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Norður-Írland

„Þetta er allt búið að vera ótrúlega skrítið, gærdagurinn var bara eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævi minni held ég þannig að við erum bara mjög fegnar að fá að spila í dag. Þróttaravöllurinn bara fínasti völlur."

Thelma Karen var valin í fyrsta skiptið í A-landsliðshópinn fyrir þessa tvo leikinn hvernig hafa stelpurnar í liðinu tekið á móti henni?

„Bara frábærlega, þetta er ekkert smá góður hópur og þær hafa allar verið ótrúlega næs og tekið virkilega vel á móti mér. Ég held að það gæti ekki verið auðveldara að komast inn í þennan hóp, þetta er bara topphópur myndi ég segja."

„Þær eru flestar stressaðar um að komast ekki í flugin sín og eitthvað, ég er bara í fríi og þurfti ekki að mæta í skólann í einn dag í viðbót þannig ég var bara glöð sko."

Mikið hefur verið rætt um framtíð Thelmu Karenar og hafa mörg lið erlendis verið áhugasöm er eitthvað sem hún má segja um það?

„Ekkert þannig sko, núna er ég bara að skoða hvað er í boði og hvaða möguleika ég hef og ég þarf bara að skoða hvað er réttast fyrir mig og hvar ég get þróast sem leikmaður. Þetta mun bara koma í ljós."


Athugasemdir
banner