Hin 17 ára gamla, Thelma Karen Pálmadóttir kom inná í sínum fyrsta A-landsliðsleik þegar Ísland sigraði Norður-Írland 3-0 í seinni viðureign þeirra í umspili um sæti í A deild þjóðardeildarinnar.
Hvernig er tilfinningin eftir leik?
„Hún er bara frábær, bara ég held hún gæti ekki verið betri, bara algjör draumur. Manni hefur dreymt um þetta og þetta er bara frábært augnablik."
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 0 Norður-Írland
„Þetta er allt búið að vera ótrúlega skrítið, gærdagurinn var bara eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævi minni held ég þannig að við erum bara mjög fegnar að fá að spila í dag. Þróttaravöllurinn bara fínasti völlur."
Thelma Karen var valin í fyrsta skiptið í A-landsliðshópinn fyrir þessa tvo leikinn hvernig hafa stelpurnar í liðinu tekið á móti henni?
„Bara frábærlega, þetta er ekkert smá góður hópur og þær hafa allar verið ótrúlega næs og tekið virkilega vel á móti mér. Ég held að það gæti ekki verið auðveldara að komast inn í þennan hóp, þetta er bara topphópur myndi ég segja."
„Þær eru flestar stressaðar um að komast ekki í flugin sín og eitthvað, ég er bara í fríi og þurfti ekki að mæta í skólann í einn dag í viðbót þannig ég var bara glöð sko."
Mikið hefur verið rætt um framtíð Thelmu Karenar og hafa mörg lið erlendis verið áhugasöm er eitthvað sem hún má segja um það?
„Ekkert þannig sko, núna er ég bara að skoða hvað er í boði og hvaða möguleika ég hef og ég þarf bara að skoða hvað er réttast fyrir mig og hvar ég get þróast sem leikmaður. Þetta mun bara koma í ljós."






















