Kjaftæðið er hlaðvarpsþáttur sem er á dagskrá tvisvar í viku hér á Fótbolti.net en þar er rætt um allt það helsta í íslenska og Evrópufótboltanum, og oft á léttu nótunum.
Strákarnir í Kjaftæðinu gerðu upp Bestu deildina í nýjasta þættinum og fóru meðal annars yfir þá leikmenn sem voru mestu vonbrigði sumarsins.
Baldvin Már Borgarsson og Alexander Aron Davorsson voru í Pepsi Max-stúdíóinu og sérstakur gestur þáttarins var Viktor Unnar Illugason.
                                    
                
                                    Strákarnir í Kjaftæðinu gerðu upp Bestu deildina í nýjasta þættinum og fóru meðal annars yfir þá leikmenn sem voru mestu vonbrigði sumarsins.
Baldvin Már Borgarsson og Alexander Aron Davorsson voru í Pepsi Max-stúdíóinu og sérstakur gestur þáttarins var Viktor Unnar Illugason.

Jónatan Ingi Jónsson í Val - „Mér finnst Jónatan Ingi mikil vonbrigði á tímabilinu. Hann spilaði alla leiki en ég bjóst við miklu meiru frá honum. Hann byrjaði vel en tók dýfu og komst aldrei upp úr henni," segir Alexander.

Óli Valur Ómarsson í Breiðabliki - „Hann bara gat ekki neitt. Var bara hræðilegur. Fyrirgjafirnar hans fóru aldrei á mann og hann þarf að rífa sig í gang," segir Viktor og Alexander bætir við: „Hann var eins og hestur og hljóp bara með boltann út af."

Erik Tobias Sandberg í ÍA - „Hann var frábær í fyrra en ömurlegur í ár. Það er ekki fyrr en þegar hann meiðist sem ÍA slysast til að finna liðið sitt," segir Baldvin.

Elmar Cogic í Aftureldingu - „Hann er ógðslega góður og maður átti von á þvílíkt miklu frá honum í sumar en hann náði sér aldrei á strik," segir Viktor. „Væntingarnar voru miklar og hann á mikið inni," segir Baldvin.

Damir Muminovic í Breiðabliki - „Hann kemur úr atvinnumennsku og á að binda vörnina saman. Mér fannst Breiðablik aldrei þora að taka hann úr liðinu," segir Alexander. „Það bara hrundi allt eftir að hann kom," segir Viktor.

Aron Jóhannsson í Val - „Fyrir hvert einasta mót held ég að hann verði besti maður deildarinnar," segir Alexander. „Ég get staðfest að hann vildi spila frammi eftir að Patrick meiddist en allt kom fyrir ekki," segir Baldvin.

Af nægu að taka í KR - „Mér fannst mestu vonbrigðin í KR vera Júlíus Mar Júlíusson, Alexander Helgi Sigurðsson og Atli Sigurjónsson. Þeir eiga allir að fara inn á skrifstofu og biðjast afsökunar. Þeir komu ekki með neitt að borðinu," segir Alexander. „Ég myndi frekar kasta Matthias Præst í þennan flokk frekar en Atla," segir Baldvin.

Jökull Andrésson í Aftureldingu - „Hann er í vonbrigðaliðinu mínu og sturtar mótinu fyrir Aftureldingu á móti Vestra," segir Viktor. „Hann byrjaði tímabilið sterkt en ég held að hann sé ekki ánægður með tímabilið sitt. Það er hellingur sem bræðurnir hefðu getað gert betur," segir Alexander.

Viðar Örn Kjartansson í KA - „Núll mörk. Hann er bara vonbrigði. Hann hefur allstaðar skorað en með núll mörk í sumar, mikil vonbrigði. Maður hélt að hann myndi springa út þetta sumar," segir Viktor.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
                                 
                    
        
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                