Síðustu leikjum kvöldsins er lokið í þýska bikarnum þar sem Ísak Bergmann Jóhannesson var á sínum stað í byrjunarliðinu hjá FC Köln.
Köln tók á móti Þýskalandsmeisturum FC Bayern og náði óvænt forystunni á heimavelli. Ragnar Ache skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu frá Ísaki Bergmanni.
Gleði heimamanna lifði þó ekki lengi því Luis Díaz jafnaði metin fimm mínútum síðar og skömmu þar á eftir skoraði Harry Kane. Bayern leiddi því 1-2 í leikhlé og innsiglaði svo sigurinn í seinni hálfleik.
Kane skoraði annað mark sitt áður en Michael Olise kom boltanum í netið svo lokatölur urðu 1-4.
Fortuna Düsseldorf tapaði heimaleik gegn Freiburg á meðan Schalke steinlá í Darmstadt.
Union Berlin vann að lokum eftir framlengingu gegn Arminia Bielefeld.
Koln 1 - 4 Bayern
1-0 Ragnar Ache ('31 )
1-1 Luis Diaz ('36 )
1-2 Harry Kane ('38 )
1-3 Harry Kane ('64 )
1-4 Michael Olise ('72 )
Darmstadt 4 - 0 Schalke 04
1-0 Hiroki Akiyama ('23 )
2-0 Matej Maglica ('28 )
3-0 Fraser Hornby ('48 )
4-0 Bartosz Bialek ('60 )
Fortuna Dusseldorf 1 - 3 Freiburg
0-1 Igor Matanovic ('1 )
0-2 Vincenzo Grifo ('6 )
1-2 Anouar El Azzouzi ('20 )
1-3 Derry Scherhant ('90 )
Union Berlin 2 - 1 Arminia Bielefeld
1-0 Leopold Querfeld ('11 )
1-1 Monju Momuluh ('27 )
2-1 Danilho Doekhi ('106 )
Athugasemdir


