Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 11:12
Elvar Geir Magnússon
Robinho veitti viðtal í fangelsinu
Robinho, sem er 41 árs, veitti viðtal úr fangelsinu.
Robinho, sem er 41 árs, veitti viðtal úr fangelsinu.
Mynd: Skjáskot
Fótboltastjarnan Robinho hefur veitt sitt fyrsta myndbandsviðtal síðan hann hóf afplánun á níu ára fangelsisvist vegna nauðgunar.

Robinho lítur vel út og virkar við góða heilsu en í viðtalinu segist hann ekki fá neina sérmeðferð innan fangelsisins þrátt fyrir frægðina, hann borði sama mat og aðrir og fái sömu reglur um heimsóknartíma.

Robinho var dæmdur í níu ára fangelsi árið 2017 fyrir nauðgun sem átti sér stað í Mílanó árið 2013. Hann hóf ekki afplánun dómsins fyrr en á síðasta ári þegar brasilíska lögreglan réðst í aðgerðir við heimili hans í Santos og hann var fluttur í fangelsi.

Robinho lék 100 landsleiki fyrir Brasilíu á árunum 2003-2017. Hann vann titla með Santos, Real Madrid og AC Milan auk þess að spila fyrir Manchester City og fleiri félög.



Athugasemdir
banner
banner