mán 03. september 2007 10:58
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Slúðurpakki dagsins
Emile Heskey komst í landsliðið eftir beiðni Micheal Owen. Hér er Heskey í baráttu við Jóhann Birni Guðmundsson í landsleik gegn Íslandi.
Emile Heskey komst í landsliðið eftir beiðni Micheal Owen. Hér er Heskey í baráttu við Jóhann Birni Guðmundsson í landsleik gegn Íslandi.
Mynd: Getty Images
Victor Anichebe valdi landslið Nígeríu.
Victor Anichebe valdi landslið Nígeríu.
Mynd: Getty Images
BBC hefur tekið saman helsta slúðrið úr ensku miðlunum sem má sjá í íslenskri þýðingu hér að neðan.

Birmingham ætla að taka ákvörðun í vikunni hvort þeir semji við Mohammed Kallon fyrrum framherja Monaco. (Daily Mirror)

WBA eru að vonast eftir að fá David Nugent á láni frá Portsmouth. (Daily Mirror)

LA Galaxy munu stöðva allar tilraunir til að fá David Bekham aftur til Evrópu á láni í stuttan tíma í lok tímabilsins í MLS deildinni. (Daily Star)

Wayne Ruthledge kantmaður Tottenham er á leið frá félaginu þrátt fyrir að hafa hafnað skiptum til Celtic. (Daily Mirror)

Tottenham eru tilbúnir að láta Phil Ifil fara á láni eftir að Paul Stalteri fór ekki í félagaskiptaglugganum. Bournemouth hafa áhuga. (The Sun)

Fitz Hall mun fá leyfi til að yfirgefa Wigan og finna sér félag í næst efstu deild, Championship deildini, líklega Charlton, á næstu vikum. (Daily Mirror)

Jonathan Douglas miðjumaður Leeds er á óskalista Walsall sem er talið vilja greiða 400 þúsund pund. (Daily Mirror)

Frank Lampard miðjumaður Chelsea sem er meiddur hefur sagt Steve McClaren landsliðsþjálfar Englands að hann verði klár í slaginn er liðið mætir Rússum 12. september. (Independent)

Martin Jol stjóri Tottenham er aftur orðinn tæpur í starfi eftir 3-3 jafntefli gegn Fulham á laugardag. (Daily Mirror)

Roman Abramovich eigandi Chelsea gekk út af Villa Park eftir að lið hans fékk annað markið á sig gegn Aston Villa á sunnudag. (Ýmsir miðlar)

Það vakti athygli þegar Emile Heskey var valinn í enska landsliðið á ný í gær en Michael Owen félagi hans í landsliðinu mun hafa óskað persónulega eftir því. (Ýmsir miðlar)

Arsene Wenger stjóri Arsenal hrósaði Cesc Fabregas og kallaði hann hinn nýja Paul Scholes eftir frammistöðu Spánverjans gegn Portsmouth. (The Sun)

Victoc Anichebe leikmaður Everton hefur hafnað því að spila með enska U21 árs landsliðinu og ætlar að taka Nígeríu framyfir. (The Sun)

West Ham gætu fengið fyrirskipun um að greiða háa bótagreiðslu til Sheffield United ef síðarnefnda liðið vinnur nýjasta málið vegna Carlos Tevez. (Daily Mail)

Gordon Strachan stjóri Celtic segir ekkert til í því að Kenny Miller hafi verið hent út hjá Celtic. (Daily Mail)

Michael Johnstone formaður Kilmarnock hefur sagt stuðningsmönnum liðsins að félagið hafi ekki haft efni á að sleppa því að selja Steven Naismith til Rangers. (Daily Record)

Oliver Kahn markvörður Bayern Munchen settiu met í Bundesligunni um helgina er hann spilaði 535 leik sinn í þýsku deildinni í 1-1 jafntefli gegn Hamburg. (The Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner