Guardian hefur í desember verið að birta niðurstöðu í árlegu kjöri blaðsins á 100 bestu leikmönnum heims. Stór dómnefnd sér um að velja en þar má meðal annars finna risanöfn á borð við Didi Hamann, Romario og Dunga.
Magnús Már Einarsson, fyrrum ritstjóri Fótbolta.net og núverandi þjálfari Aftureldingar, er meðal manna í dómnefndinni.
Magnús Már Einarsson, fyrrum ritstjóri Fótbolta.net og núverandi þjálfari Aftureldingar, er meðal manna í dómnefndinni.
Í morgun var birtur síðasti hlutinn á listanum, efstu tíu leikmennirnir. Á toppnum trónir Ousmane Dembele, líkt og í Ballon d'Or verðlaununum og FIFA verðlaununum.
Svona er topp tíu:
1. Ousmane Dembele - PSG
2. Lamine Yamal - Barcelona
3. Vitinha - PSG
4. Kylian Mbappe - Real Madrid
5. Harry Kane - Bayern München
6. Erling Haaland - Manchester City
7. Achraf Hakimi - PSG
8. Raphinha - Barcelona
9. Mohamed Salah - Liverpool
10. Pedri - Barcelona
Athugasemdir



