Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 19. desember 2025 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amorim: Það var ekki Kobbie sem var í bolnum
Kobbie Mainoo.
Kobbie Mainoo.
Mynd: EPA
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, ætlar ekki að refsa Kobbie Mainoo fyrir bolinn sem bróðir hans klæddist á leik Man Utd og Bournemouth síðasta mánudagskvöld.

Tækifæri Mainoo hafa verið af skornum skammti og talað um að þessi tvítugi miðjumaður vilji yfirgefa Old Trafford í janúar.

Eldri bróðir Mainoo var meðal áhorfenda á 4-4 leiknum gegn Bournemouth og klæddist bol sem á stóð „Frelsið Kobbie Mainoo."

Amorim var spurður út í þetta á fréttamannafundi í dag. „Það var ekki Kobbie Mainoo sem klæddist bolnum," sagði Amorim og bætti við að bolurinn muni ekki hafa nein áhrif á það hvort að leikmaðurinn spili gegn Aston Villa á sunnudag eða ekki.

„Hann mun spila ef við teljum hann rétta leikmanninn í leikinn."
Athugasemdir
banner