Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 19. apríl 2019 17:17
Elvar Geir Magnússon
Víkingur Ó. bætir við sig tveimur (Staðfest)
Martin Kuittinen.
Martin Kuittinen.
Mynd: Víkingur Ólafsvík
Víkingur Ólafsvík hefur fengið til sín tvo nýja erlenda leikmenn, þeir heita Sallieu Tarawallie og Martin Kuittinen.

Sallieu Tarawallie er 24 ára gamall landsliðsmaður frá Sierra Leone sem getur leikið bæði sem kantmaður og framherji. Tarawallie samdi við Víking Ó. í febrúar en þar sem pappírsmál drógust á langinn reyndist ekki hægt að kynna hann fyrr en nú. Hjá Víkingi Ó. mun hann hitta fyrir samlanda sinn, Ibrahim Sorie Barrie, sem nú er á sínu öðru ári hjá félginu.

Martin Kuittinen er á 22 aldursári en hann er finnskur kantmaður af pólskum ættum. Hann á að baki landsleiki fyrir yngri landslið Póllands og hefur undanfarin ár spilað í Portúgal. Martin var með Víkingsliðinu í æfingaferð á Spáni nýverið þar sem hann skoraði í æfingaleik gegn Cartagena B. Í kjölfar ferðarinnar var ákveðið að semja við hann.

Báðir eru þeir væntanlegir til landsins strax eftir páska

„Við bjóðum þessa tvo nýju leikmenn hjartanlega velkomna til Ólafsvíkur," segir í tilkynningu frá Víkingi Ólafsvík.

Liðið hafnaði í fjórða sæti í Inkasso-deildinni í fyrra en í gær fékk það óvæntan skell gegn Úlfunum sem leika í 4. deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner