FH goðsagnirnar Steven Lennon og Atli Guðnason spila með ÍH í Mjólkurbikarnum á morgun þegar liðið fær Hafnir í heimsókn í Skessuna.
Steven Lennon er 36 ára gamall Skoti kom fyrst hingað til lands árið 2011 og spilaði með Fram til ársins 2014 þegar hann gekk til liðs við FH. Hann var í herbúðum félagsins þangað til hann lagði skóna á hilluna eftir síðasta sumar á láni hjá Þrótturum.
Atli er 39 ára, uppalinn FHingur en lék einnig með HK og Fjölni á sínum tíma. Hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2020.
Þeir hafa ákveðið að taka skóna af hillunni og spila með ÍH á morgun en þetta staðfesti Jón Páll Pálmason þjálfari liðsins á X í dag. Til þetta geti orðið að veruleika þurfa þeir að fá félagaskipti til félagsins en glugginn lokar í kvöld.
16:30 ÍH-Hafnir (Skessan)
Þessir verða ljósbláir á morgun og leiða línuna í tvöfaldri Sacchi línu JP.
— Jón Páll Pálmason (@jonpall_) April 24, 2024
Skessan klukkan 16.30 #IH
???????? pic.twitter.com/mLy6QJb1VP