Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mið 24. apríl 2024 18:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni Guðjón í FH og Hörður Ingi í Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur fengið Bjarna Guðjón Brynjólfsson á láni frá Val. Á sama tíma hefur Valur fengið Hörð Inga Gunnarsson á láni frá FH.

Bjarni Guðjón er tvítugur miðjumaður sem Valur keypti af Þór síðasta sumar en kláraði tímabilið fyrir norðan. Hann kom inn á í meistarakeppni KSÍ en spilaði ekki í fyrstu þremur deildarleikjum Vals. Hann fer nú á láni til FH út tímabilið.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 FH

Í hina áttina fer bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson, fer á láni frá FH til Vals. Hörður er 25 ára bakvörður sem uppalinn er í FH. Hann sneri aftur í FH frá Sogndal fyrir síðasta tímabil en meiddist snemma á tímabilinu og missti mikið úr síðasta Íslandsmóti. Í byrjun þessa tímabils hefur hann verið utan hóps hjá FH.

Valur og FH mætast í Mjólkurbikarnum núna klukkan 19:15 en hvorki Bjarni né Hörður taka þátt í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Kominn í Val
Athugasemdir
banner
banner
banner