Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. september 2019 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Ejub: Tími kominn til að breyta til
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Ejub Purisevic hætti í gær sem þjálfari hjá Víkingi Ólafsvík.

Þar hefur hann þjálfað, með smá hléi, frá árinu 2003. Hann var fyrst um sinn spilandi þjálfari liðsins.

Ejub sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hann væri þakklátur fyrir tíma sinn í Ólafsvík.

„Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessu ævintýri í sautján ár. Ég er þakklátur stjórninni og samfélaginu í heild. Mér finnst ótrúlegt að ég hafi verið þarna í sautján tímabil," sagði Ejub.

„Ég veit ekki hvoru ég er stoltari af, árangri yngri flokkanna eða meistaraflokksins. Við höfum náð upp góðum liðum í yngri flokkunum og það er vel haldið utan um þá."

„Þetta er góður tímapunktur til að breyta aðeins til. Við enduðum í 4. sæti og við spiluðum á fleiri heimamönnum en oft áður. Næsti maður mun taka við betra búi en það hefði verið fyrir t.d. tveimur árum þegar liðið féll."

„Framtíðin verður skoðuð. Ég er enn í fullu fjöri. Ég er alltaf til í að kíkja í kaffi og spjalla um hlutina,"
sagði Ejub að lokum aðspurður hvort hann ætli sér að halda áfram að þjálfa.
Athugasemdir
banner
banner
banner