Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. nóvember 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Xhaka ekki með í dag - Steve Bruce hefur áhuga
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka, fyrrum fyrirliði Arsenal, gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið eftir rifrildi við stuðningsmenn í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace.

Stuðningsmenn bauluðu á Xhaka og hann svaraði illa fyrir sig, með ýmsum látbrögðum sem eru ekki fyrirliða sæmandi, og hefur verið utan hóps síðan þá.

Newcastle hefur verið orðað við Xhaka og vildi Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, ekki tjá sig um framtíð hans að svo stöddu.

„Ég er búinn að vera hérna í nokkrar vikur og það er búið að orða okkur við 42 leikmenn. Ég ætla ekki að vera að tjá mig um annarra manna leikmenn," sagði Bruce.

„Hann er mjög góður leikmaður."

Newcastle myndi fá vænan afslátt á Xhaka sem kostaði Arsenal rúmlega 30 milljónir punda sumarið 2016.

Leikur Arsenal í dag er afar mikilvægur Evrópuslagur gegn Leicester.
Athugasemdir
banner
banner
banner