Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 11:45
Kári Snorrason
Arnar: Langar virkilega að velja Gylfa en forsendurnar þurfa að vera réttar
Gylfi spilaði síðast landsleik fyrir tæpu ári síðan.
Gylfi spilaði síðast landsleik fyrir tæpu ári síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í landsliðshóp Íslands sem mætir Aserbaídsjan og Úkraínu í lokaleikjum liðsins í undankeppni HM. 

Gylfi spilaði síðast landsleik fyrir tæpu ári, í eftirminnilegum leik gegn Wales þar sem að Logi Tómasson skoraði bæði mörk Íslands. Frá því að Arnar Gunnlaugsson tók við stjórnartaumunum á landsliðinu hefur Gylfi ekki verið valinn.

Landsliðsþjálfarinn var spurður út í hvort að Gylfi hafi verið nálægt hópnum í viðtali við Fótbolta.net í gær.


„Gylfi átti frábæran endasprett, sýndi mikinn karakter og leiddi liðið áfram. Hann er í þessum 'roster' hjá okkur. Við vildum hafa leikmenn í allar stöður, hans staða núna er sem 'pivot' (djúpur miðjumaður). Það þarf kannski engann snilling til að sjá hverjir eru á miðjunni hjá okkur í dag og hver samkeppnin er. Mig langar virkilega til að velja hann en það þarf að vera á réttum forsendum.“ 

Sérðu Gylfa einungis í umræddri stöðu á miðjunni?

„Já, Víkingur tók hárrétta ákvörðun með að setja hann í þessa stöðu. Það er hægt að sjá samasem merki hjá Víkingum og landsliðinu að einhverju leyti, en ekki öllu. Við erum vel mannaðir frammi, hann er klárlega ekki kantur, klárlega ekki miðvörður, miðjustaðan er hans í dag að mínu mati og það er góð samkeppni þar,“  sagði Arnar að lokum.


Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
Athugasemdir
banner