Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Middlesbrough sagði nei við Úlfana
Mynd: EPA
Stjóraleit Wolves hefur gengið hægt eftir að Vitor Pereira var látinn taka pokann sinná dögunum.

Gary O'Neil var í viðræðum um að taka aftur við liðinu en hann var rekinn frá Wolves fyrir tæpu ári síðan og Pereira ráðinn í staðin.

Erik ten Hag var einnig orðaður við félagið en mun ekki taka við.

Rob Edwards, stjóri Middlesbrough, er efstur á óskalista félagsins eins og er. Félagið þarf að borga Middlesbrough ákveðna upphæð til að næla í hann.

Breskir fjölmiðlar greina frá því að Úlfarnir hafi sett sig í samband við Middlesbrough en félagið hafnaði tilboðinu. James Collins og Richard Walker, sem þjálfa U21 og U18 lið Úlfana, munu stýra liðinu gegn Chelsea á morgun.
Athugasemdir
banner
banner