Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Keane þykir ekki mikil reisn yfir stuðningsmönnum Liverpool
Baulað var á Trent á Anfield.
Baulað var á Trent á Anfield.
Mynd: EPA
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: EPA
Roy Keane segir að það hafi ekki verið mikil reisn yfir stuðningsmönnum Liverpool sem hafi baulað á Trent Alexander-Arnold í hans fyrsta leik gegn félaginu.

Alexander-Arnold kom inn af bekknum hjá Real Madrid á Anfield á þriðjudaginn. Liverpool vann leikinn 1-0 og þannig var staðan þegar skiptingin var gerð þegar tíu mínútur voru eftir.

Margir stuðningsmenn Liverpool eru pirraðir yfir því að Alexander-Arnold hafi farið á frjálsri sölu til Madrídarfélagsins.

„Orðspor stuðningsmanna Liverpool eru að þeir eru tryggir og sýni meiri stuðning en flestir. Mér finnst þetta léleg framkoma eftir þá þjónustu sem hann veitti félaginu," segir Keane.

„Það þýðir ekki að rífast við stuðningsmenn. Stuðningsmenn Liverpool líta á félagið sem það stærsta í heimi. Ég er ekki að segja að þeir eigi að vera ánægðir með að hann fór en af hverju að mæta á leik og baula á einstakling sem hefur náð þessum leikjafjölda og þessum árangri fyrir félagið? Mér finnst ekki mikil reisn yfir því að mæta á völlinn og baula á hann."
Athugasemdir
banner
banner