Í síðasta þætti af Uppbótartímanum var vakin athygli á því að Fanney Lísa Jóhannesdóttir, einn efnilegasti leikmaður landsins, væri að verða samningslaus hjá Stjörnunni um áramótin.
Önnur félög hafa verið að fylgjast með henni en hún var meðal annars orðuð við Val í slúðurpakka um daginn.
Önnur félög hafa verið að fylgjast með henni en hún var meðal annars orðuð við Val í slúðurpakka um daginn.
Hún er svo sannarlega ekki eini leikmaðurinn sem er að verða samningslaus eins og Magnús Haukur Harðarson var búinn að taka saman í þættinum.
„Af hverju gera félög þetta? Ég tók saman öll liðin í Bestu deildinni nema FHL og þar eru 81 leikmaður samningslaus - í níu fótboltaliðum. Það er rosalega mikið," sagði Magnús Haukur.
„Það eru tíu leikmenn í Breiðabliki og svo eru margir sterkir póstar samningslausir. Ætlum við alltaf að tjalda til eins árs í kvennaboltanum eða ætla félög að byggja til lengri tíma?"
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir



