Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 10:18
Elvar Geir Magnússon
Neistaði á milli Lookman og stjórans
Ademola Lookman.
Ademola Lookman.
Mynd: EPA
Ademola Lookman, leikmaður Atalanta, lét óánægju sína berlega í ljós þegar hann var tekinn af velli í leiknum gegn Marseille í Meistaradeildinni í gær.

Staðan var markalaus á 75. mínútu þegar Lookman var tekinn af velli en Atalanta vann 1-0 í blálokin. Þegar Lookman gekk af velli urðu hörð orðaskipti milli hans og Juric.

Juric brást ókvæða við, öskraði á hann og greip í hann. Aðilar af bekknum mættu til að slökkva eldana og skilja þá í sundur.

Eftir leik vildi Juric ekki gera mikið úr rifrildinu og sagði að svona mál væru leyst í klefanum.

Kveikiþráðurinn er stuttur í Lokkman, sem hefur skorað 40 mörk í 99 leikjum fyrir félagið, og þar á meðal þrennu í sigri liðsins í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner