Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 16:09
Elvar Geir Magnússon
Genoa kynnir De Rossi (Staðfest)
Mynd: EPA
Daniel De Rossi er tekinn við Genoa en íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson leikur fyrir félagið. Genoa er þriðja liðið sem De Rossi stýrir eftir að hann lagði leikmannaskóna á hilluna.

Hann stýrði SPAL í B-deildinni og svo Roma í A-deildinni en þar er hann algjör goðsögn eftir leikmannaferilinn. Hann var frábær miðjumaður og var í heimsmeistaraliði Ítalíu 2006.

Genoa er í þriðja neðsta sæti A-deildarinnar og var Patrick Vieira látinn taka pokann sinn á dögunum. De Rossi byrjar á svakalegum fallbaráttuslag gegn Fiorentina á sunnudag.

„De Rossi er búinn að hitta leikmenn og stýrir æfingu síðdegis," segir í yfirlýsingu Genoa en á morgun mun De Rossi mæta á fréttamannafund.

Hann skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið en með framlengingarákvæði ef liðið heldur sér í deildinni.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner