Theodór Ingi Óskarsson, leikmaður Fylkis, er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á óskalista félaga í Bestu deildinni.
Sóknarmaðurinn er samningsbundinn Fylki út 2027 en samkvæmt heimildum hafa nokkur félög í Bestu deildinn sýnt honum áhuga, þau félög sem Fótbolti.net hefur heyrt í tengslum við Theodór eru Stjarnan, KR, ÍA og Valur.
Í íslenska slúðurpakkanum var hann orðaður við KR og Vestra. Vestri féll úr Bestu deildinni en bikarmeistararnir verða í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili.
Sóknarmaðurinn er samningsbundinn Fylki út 2027 en samkvæmt heimildum hafa nokkur félög í Bestu deildinn sýnt honum áhuga, þau félög sem Fótbolti.net hefur heyrt í tengslum við Theodór eru Stjarnan, KR, ÍA og Valur.
Í íslenska slúðurpakkanum var hann orðaður við KR og Vestra. Vestri féll úr Bestu deildinni en bikarmeistararnir verða í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili.
Theodór Ingi er fæddur árið 2006 og kom við sögu í nítján leikjum í Lengjudeildinni í sumar. Hann á að baki fimm unglingalandsleiki, tvo fyrir U15 og þrjá fyrir U19 á síðasta ári.
Athugasemdir



