Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 10:46
Elvar Geir Magnússon
Þórsarar í leit að styrkingu - Ágúst Hlyns og Atli Sigurjóns á óskalistanum
Atli Sigurjónsson.
Atli Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór vann Lengjudeildina í sumar og er Akureyrarfélagið að vinna í því að styrkja hópinn fyrir baráttuna í Bestu deildinni.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Vestra, og Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, á óskalistanum.

Ágúst, sem er 25 ára, lék í yngri flokkum Þórs á sínum tíma en í sumar gekk hann í raðir Vestra frá AB í Danmörku. Hann skoraði fjögur mörk í tólf leikjum í Bestu deildinni en náði ekki að koma í veg fyrir fall Vestra. Hann er að verða samningslaus.

Atli, sem er 34 ára, er uppalinn Þórsari og lék síðast með Akureyrarliðinu 2011 í efstu deild en hefur stærstan hluta síns meistaraflokksferils verið í Vesturbænum. Hann er samningsbundinn KR út næsta tímabil.

Sigurður Egill Lárusson, sem hefur yfirgefið Val, er einnig á óskalista Þórsara eins og fjallað hefur verið um.
Athugasemdir
banner
banner