Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Amorim um ummæli Ronaldo: Man Utd hefur gert mistök
Rúben Amorim, stjóri Manchester United.
Rúben Amorim, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
„Hann veit að hann hefur mikil áhrif með öllu sem hann segir," segir Rúben Amorim, stjóri Manchester United, þegar hann er spurður út í ný ummæli Cristiano Ronaldo um félagið.

Ronaldo sagði í viðtali við vin sinn Piers Morgan að Amorim gæti ekki framkvæmt kraftaverk hjá félaginu því það væri á slæmum stað og væri illa skipulagt.

„Það sem við þurfum að gera er að horfa fram veginn. Við vitum sem félag að við höfum gert mörg mistök í fortíðinni og erum að reynum að breyta því."

„Við eigum ekki að eyða orku í það liðna, við þurfum að einbeita okkur að framtíðinni. Það er verið að breyta miklu bak við tjöldin og við erum að taka framförum. Hættum aðeins að hugsa um það liðna," sagði Amorim á fréttamannafundi í dag þegar hann var spurður út í ummæli landa síns.
Athugasemdir
banner
banner