Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
banner
   fim 06. nóvember 2025 15:30
Kári Snorrason
Þóroddur Hjaltalín eftirlitsmaður á Selhurst Park
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þóroddur Hjaltalín, nýráðinn dómarastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður á Selhurst Park í kvöld þar sem Crystal Palace tekur á móti AZ Alkmaar í Sambandsdeild Evrópu. 


Bæði lið eru með þrjú stig eftir fyrstu tvo leiki í Sambandsdeildinni en ef marka má veðbanka eru heimamenn mun líklegri til að fara með sigur af hólmi.

Þóroddur tók í upphafi mánaðar við sem dómarastjóri KSÍ um mánaðamótin af Magnúsi Má Jónssyni sem lét af störfum eftir átján ára veru í starfinu. 

Þóroddur á að baki áratugalanga reynslu bæði sem dómari og eftirlitsmaður.


Athugasemdir
banner
banner