Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 19:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Öruggur sigur hjá Elíasi gegn Celtic
Mynd: EPA
Elías Rafn Ólafsson var í rammanum þegar Midtjylland vann frábæran sigur gegn Celtic í fjórðu umferð deildarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Midtjylland var með 3-0 forystu í hálfleik. Celtic fékk vítaspyrnu undir lok leiksins og Elías náði ekki að koma í veg fyrir mark en sigur Midtjylland var staðreynd.

Hákon Arnar Haraldsson byrjaði á bekknum þegar Lille tapaði á útivelli gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu. Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins.

Sverrir Ingi Ingason var ónotaður varamaður hjá Rafa Benitez þegar Panathinaikos lagði Malmö. Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki með Malmö þar sem hann tók út leikbann og Arnór Sigurðsson er á meiðslalistanum.

Kolbeinn Finnsson var ónotaður varamaður þegar Utrecht gerði jafntefli gegn Porto. Midtjylland er á toppnum meeð fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Lille og Panathinaikos eru með sex stig og Utrecht og Malmö eru með eitt stig.

Morgan Gibbs-White klikkaði á vítaspyrnu þegar Nottingham Forest gerði markalaust jafntefli gegn Strum Graz.

Nice 1 - 3 Freiburg
1-0 Kevin Carlos ('25 )
1-1 Johan Manzambi ('29 )
1-2 Vincenzo Grifo ('39 , víti)
1-3 Derry Scherhant ('42 )

Salzburg 2 - 0 Go Ahead Eagles
1-0 Yorbe Vertessen ('59 )
2-0 Aleksa Terzic ('80 )

Midtjylland 3 - 1 Celtic
1-0 Martin Erlic ('34 )
2-0 Mikel Gogorza ('35 )
3-0 Franculino ('41 )
3-1 Reo Hatate ('81 , víti)

Sturm 0 - 0 Nott. Forest
0-0 Morgan Gibbs-White ('35 , Misnotað víti)

Utrecht 1 - 1 Porto
1-0 Miguel Rodriguez ('48 )
1-1 Borja Sainz ('66 )
Rautt spjald: Vasileios Barkas, Utrecht ('66)

Dinamo Zagreb 0 - 3 Celta
0-1 Pablo Duran ('4 )
0-2 Sergi Dominguez ('28 , sjálfsmark)
0-3 Pablo Duran ('44 )

Crvena Zvezda 1 - 0 Lille
1-0 Marko Arnautovic ('85 , víti)

Basel 3 - 1 Steaua
1-0 Xherdan Shaqiri ('19 , víti)
1-1 Darius Olaru ('57 )
2-1 Xherdan Shaqiri ('73 )
3-1 Ibrahim Salah ('89 )
Rautt spjald: Stefan Tarnovanu, Steaua ('12)

Malmo FF 0 - 1 Panathinaikos
0-0 Karol Swiderski ('20 , Misnotað víti)
0-1 Filip Djuricic ('85 )
Evrópudeild UEFA
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir