Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 09:37
Elvar Geir Magnússon
Isak æfir í fyrsta sinn í þrjár vikur - Alisson klár eftir gluggann
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Alisson verður klár strax eftir landsleikjagluggann.
Alisson verður klár strax eftir landsleikjagluggann.
Mynd: EPA
Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak mun æfa með Liverpool í dag eftir þriggja vikna fjarveru. Hann var valinn í sænska landsliðshópinn í vikunni.

Arne Slot, stjóri Liverpool, tjáði sig þó ekkert um það á fréttamannafundi í morgun hvort Isak muni verða með í stórleik Liverpool gegn Manchester City á Eithad á sunnudaginn.

Á fréttamannafundinum í morgun greindi Slot frá því að markvörðurinn Alisson Becker yrði klár í slaginn strax eftir landsleikjagluggann. Liverpool mætir Nottingham Forest í fyrsta leik eftir gluggann.

Stór áskorun gegn Manchester City

Liverpool er komið aftur á sigurbraut eftir erfiðan kafla og hefur unnið Real Madrid og Aston Villa í síðustu leikjum.

„Það er enn verk að vinna að ná svona frammistöðu áfram. Það hjálpaði okkur í þessum leikjum að mótherjar okkar spiluðu alveg eins og við bjuggumst við," segir Slot.

„Manchester City er mjög gott lið og hefur gæðaleikmenn. Þetta verður enn stærri áskorun á sunnudaginn."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner