Emil Karl Jóhannesson hefur skrifað undir samning til þriggja ára við ÍA.
Emil er yngsti sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar og bróðir landsliðsmannsins Ísaks Bergmanns og Daníels Inga, leikmanns FC Nordsjælland.
Emil er fæddur árið 2010 og segir í tilkynningu félagsins að hann hafi verið lykilmaður í 3. flokki ÍA í sumar og hafi átt stóran þátt í góðum árangri liðsins sem endaði í 2. sæti á Íslandsmótinu.
Fyrr á árinu var hann valinn í æfingahóp U15 landsliða karla sem mættu á úrtaksæfingar.
Líkt og flestum er kunnugt mun pabbi Emils, Jóhannes Karl Guðjónsson, taka við FH. Tíðindin hafa þó ekki verið staðfest, en Jói Kalli er í starfi hjá AB í Kaupmannahöfn og mun stýra liðinu fram að vetrarfríi í dönsku C-deildinni sem hefst eftir um viku.
Athugasemdir




