Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 11:17
Kári Snorrason
Bráðabirgðastjórar stýra Úlfunum gegn Chelsea - Lítið þokast í þjálfaraleitinni
Mynd: EPA

James Collins og Richard Walker munu stýra Wolves-liðinu í leiknum gegn Chelsea á laugardag, þar sem félagið leitar enn að arftaka Vitor Pereira sem var rekinn á dögunum.

Collins, sem þjálfar U21-lið Wolves, og Walker, sem fer fyrir U18-liðinu, hafa stýrt æfingum frá brottrekstri Pereira og eru sem stendur væntanlegir til að stýra liðinu á Brúnni um komandi helgi.


Háværir orðrómar voru um að Gary O'Neil myndi taka aftur við liðinu fyrr í vikunni, en viðræður hans við félagið silgdu í strand. O'Neil var rekinn frá Wolves fyrir tæpu ári síðan.

Þá hefur nafn Erik ten Hag borið á góma hjá stjórnarmönnum Úlfanna ásamt Portúgalanum Rui Vitoria, sem síðast stýrði Panathinaikos, en þeir eru báðir taldir ólíklegir kostir.

Rob Edwards, sem hefur einnig verið orðaður við starfið, sagðist vera staðráðinn í að halda áfram hjá Middlesbrough. 


Athugasemdir