Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, kynnti í dag hóp fyrir síðustu umferðir riðlakeppninnar í undankeppni HM.
Það bendir allt til þess að Írland verði að fá allavega stig gegn Portúgal og vinna svo Ungverjaland til að ná öðru sæti í riðlinum og komast þar með í umspil.
Það bendir allt til þess að Írland verði að fá allavega stig gegn Portúgal og vinna svo Ungverjaland til að ná öðru sæti í riðlinum og komast þar með í umspil.
Sóknarmaðurinn Evan Ferguson, sem er hjá Roma á láni frá Brighton, er óvænt í hópnum þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla í lok október.
„Hann er mættur aftur út á æfingavöll eftir meiðslin. Við hefðum alltaf kallað hann inn í hópinn til að láta læknana okkar skoða hann og halda því opnu að hann gæti allavega tekið þátt í seinni leiknum," segir Heimir.
„Hann er lykilmaður fyrir okkur í markaskorun. Við munum skoða hann en ég er bjartsýnn á að hann verði klár."
Svona er hópur Heimis:
Markverðir: Caoimhín Kelleher (Brentford), Gavin Bazunu (Southampton), Mark Travers (Everton)
Varnarmenn. Seamus Coleman (Everton), Jake O'Brien (Everton), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Liam Scales (Celtic), John Egan (Hull City), Ryan Manning (Southampton), Jimmy Dunne (Queens Park Rangers), Kevin O'Toole (New York City)
Miðjumenn: Josh Cullen (Burnley), Jack Taylor (Ipswich Town), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Finn Azaz (Southampton), Conor Coventry (Charlton Athletic), Mark Sykes (Bristol City), Andrew Moran (Los Angeles FC)
Sóknarmenn: Evan Ferguson (AS Roma), Troy Parrott (AZ Alkmaar), Adam Idah (Swansea City), Mikey Johnston (West Bromwich Albion), Chiedozie Ogbene (Sheffield United), Festy Ebosele (Istanbul Basaksehir).
Athugasemdir



