Hollenska stórveldið Ajax er stigalaust á botni Meistaradeildarinnar og köll eftir því að John Heitinga verði látinn taka pokann sinn verða æ háværari. Liðið tapaði 0-3 fyrir Galatasaray í gær.
Heitinga hætti sem aðstoðarmaður Arne Slot hjá Liverpool í sumar til að taka við Ajax en hætta er á að hann missi starf sitt nokkrum mánuðum síðar.
Auk erfiðleikana í Meistaradeildinni er Ajax í fjórða sæti hollensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir Feyenoord og PSV Eindhoven.
Heitinga hætti sem aðstoðarmaður Arne Slot hjá Liverpool í sumar til að taka við Ajax en hætta er á að hann missi starf sitt nokkrum mánuðum síðar.
Auk erfiðleikana í Meistaradeildinni er Ajax í fjórða sæti hollensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir Feyenoord og PSV Eindhoven.
Staða Heitinga er orðin það erfið að stuðningsmannafélag Ajax hefur kallað eftir því að hann verði látinn taka pokann sinn og reynslumeiri stjóri ráðinn.
Félagið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Heitinga hljóti mikla virðingu fyrir það sem hann gerði sem leikmaður hjá félaginu en hann sé ekki rétti maðurinn til að stýra liðinu.
„Frammistaðan í Meistaradeildinni hefur verið afleit og leikstíllinn kallar fram tár í augun. Við getum bara komist að einnu niðurstöðu. Johnny er ekki rétti stjórinn fyrir Ajax, það er tími fyrir reynslumeiri stjóra," segir í yfirlýsingunni.
Heitinga sjálfur sagði eftir tapið í gær að hann myndi ekki sjálfur segja upp, hann væri baráttumaður.
Hollenskir fjölmiðlar segja möguleika á endurkomu Erik ten Hag til Ajax en hann er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Bayer Leverkusen eftir aðeins þrjá leiki.
Athugasemdir




