Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fös 07. nóvember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bætist í stjörnuprýtt þjálfarateymi Hauka - Daði Lár nýr markmannsþjálfari
Mynd: Haukar
Haukar halda áfram að bæta í stjörnumprýtt þjálfarateymi en félagið kynnti Daða Lárusson til leiks í gær.

Daði verður markmannsþjálfari liðsins. Hann lék með liðinu frá 2010-2012.

Hann er uppalinn hjá nágrönnunum í FH þar sem hann vann fimm Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil með FH. Hann hefur starfað sem markmannsþjálfari hjá FH, Grindavík, Fram og ÍR.

Guðjón Pétur Lýðsson var ráðinn þjálfari liðsins í haust. Þá voru Pablo Punyed og Óskar Örn Hauksson ráðnir í þjálfarateymið á dögunum.

Haukar enduðu í 7. sæti 2. deildar í sumar.


Athugasemdir
banner