Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlynur Sævar hissa á uppsögninni - „Auðvitað er þetta leiðinlegt"
Verður ekki áfram hjá ÍA.
Verður ekki áfram hjá ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Hlyn Sævar Jónsson og verður hann ekki með Skagamönnum á næsta tímabili. ÍA tilkynnti í dag að fimm leikmenn væru búnir að kveðja félagið.

Varnarmaðurinn, sem er 26 ára uppalinn Skagamaður, kom við sögu í nítján leikjum með ÍA í Bestu deildinni á tímabilinu.

Fótbolti.net ræddi við Hlyn Sævar í kjölfar tíðindanna.

„Ég fór á fund með Lárusi og framkvæmdastjóra félagsins og mér var í rauninni bara tilkynnt að ég væri ekki í framtíðarplönum þjálfarans," segir Hlynur Sævar.

„Auðvitað er leiðinlegt að fá þessi skilaboð, þetta er félagið mitt og mér er mjög kært um bæði það og alla leikmennina."

Hlynur Sævar átti ekki von á þessum tíðindum eftir síðasta tímabil.

„Mig grunaði þetta í rauninni ekki. Ég var sjálfur nokkuð ósáttur með stöðu mína í hópnum, ekki mikið af mínútum í lokin, en hélt nú eftir að hafa talað við nokkra leikmenn og aðra að þetta yrði ekki niðurstaðan."

Hann hefur verið á mála hjá ÍA allan sinn feril, hann lék með venslaliðinu Kára 2018 og 2019 og var á láni hjá Víkingi Ólafsvík fyrri hluta árs 2021. En hvað tekur við hjá Hlyni Sævari?

„Nú er ég bara í fríi og að hlaða batteríin. Það er ljóst að ég þarf að leggja höfuðið í bleyti með næstu skref. Ég er bara spenntur fyrir framhaldinu. Ég hef margt fram á að færa og hlakka bara til að geta sýnt hvað í mér býr með nýju félagi," segir Skagamaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner