Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann þegar liðið heimsótti Bologna í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Freyr Alexandersson er þjálfari Brann.
Leikurinn var frekar tíðindalítill en það dró þó til tíðinda þegar Charalampos Lykogiannis, leikmaður Bologna fékk að líta rauða spjaldið eftir rúmlega tuttugu mínútna leik.
Leikurinn var frekar tíðindalítill en það dró þó til tíðinda þegar Charalampos Lykogiannis, leikmaður Bologna fékk að líta rauða spjaldið eftir rúmlega tuttugu mínútna leik.
Þrátt fyrir að vera manni fleiri stóran hluta úr leiknum náðu lærisveinar Freys ekki að ógna marki Bologna. Sömu sögu má segja um Bologna og markalaust jafntefli var niðurstaðan. Brann er með sjö stig eftir fjórar umferðir.
Aston Villa er með níu stig eftir sigur gegn Maccabi Tel Aviv en lögreglan var með mikinn viðbúnað í kringum Villa Park en það var hræðsla um mótmæli tengdum ástandinu á Gaza svæðinu. Stuðningsmenn Tel Aviv var meinaður aðgangur á völlinn.
Sex manns voru handteknir í kvöld en um 700 lögreglumenn voru á svæðinu.
Roma er með sex stig eftir sigur gegn Rangers sem er án stiga. Antony var á skotskónum þegar Real Betis lagði Lyon. Lyon er með níu stig en Betis með átta stig.
Aston Villa 2 - 0 Maccabi Tel Aviv
1-0 Ian Maatsen ('45 )
2-0 Donyell Malen ('59 , víti)
Bologna 0 - 0 SK Brann
Rautt spjald: Charalampos Lykogiannis, Bologna ('23)
Rangers 0 - 2 Roma
0-1 Matias Soule ('13 )
0-2 Lorenzo Pellegrini ('36 )
Braga 3 - 4 Genk
1-0 Rodrigo Zalazar ('30 )
1-1 Daan Heymans ('45 )
1-2 Yira Sor ('48 )
1-3 Oh Hyun-Gyu ('59 )
2-3 Rodrigo Zalazar ('71 )
2-4 Yaimar Medina ('72 )
3-4 Gustaf Lagerbielke ('86 )
Ferencvaros 3 - 1 Ludogorets
1-0 Gabi Kanichowsky ('32 )
2-0 Cadu ('53 )
2-1 Son ('78 )
3-1 Lenny Joseph ('89 )
PAOK 4 - 0 Young Boys
1-0 Alessandro Bianco ('54 )
2-0 Georgios Giakoumakis ('67 )
3-0 Giannis Konstantelias ('72 )
4-0 Abdul Rahman Baba ('76 )
Rautt spjald: Armin Gigovic, Young Boys ('5)
Plzen 0 - 0 Fenerbahce
Stuttgart 2 - 0 Feyenoord
1-0 Bilal El Khannouss ('84 )
2-0 Deniz Undav ('90 )
Evrópudeild UEFA
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|
Athugasemdir



