Jonny Heitinga var rekinn sem stjóri Ajax í dag eftir slæmt gengi á tímabilinu.
Liðið hefur aðeins nælt í tvo sigra úr siðustu tíu leikjum. Tap gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í gær var kornið sem fyllti mælinn. Liðið situr á botni Meistaradeildarinnar og er átta stigum frá toppnum í hollensku deildinni.
Liðið hefur aðeins nælt í tvo sigra úr siðustu tíu leikjum. Tap gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í gær var kornið sem fyllti mælinn. Liðið situr á botni Meistaradeildarinnar og er átta stigum frá toppnum í hollensku deildinni.
Fabrizio Romano segir frá því að Erik ten Hag gæti snúið aftur til Ajax en viðræður eru í gangi milli hans og félagsins.
Þessi fyrrum stjóri Man Utd var rekinn frá Leverkusen á þessu tímabili eftir einungis þrjá leiki í þýsku deildinni. Hann var orðaður við Wolves en ekkert varð úr því að hann færi þangað.
Ten Hag stýrði Ajax frá 2018-2022 og liðið vann hollensku deildina þrisvar undir hans stjórn.
Athugasemdir


