Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 01. apríl 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Mendy ekki með Madrídingum í næstu leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ferland Mendy, leikmaður Real Madrid, verður ekki með liðinu í næstu leikjum vegna meiðsla en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Mendy er fastamaður í vinstri bakverðinum hjá Evrópumeisturunum en verður ekki til taks í næstu leikjum.

Real Madrid á tvo erfiða leiki gegn Chelsea í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar um miðjan apríl en útlit er fyrir að hann missi af þeim leikjum.

Mendy meiddist aftan í kálfa og er gert ráð fyrir að hann verði því frá næstu þrjár vikur.
Athugasemdir
banner