Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   mán 01. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Rodrygo treystir því að blaðamenn séu að fara með rétt mál - „Öll mín einbeiting er á Real Madrid“
Rodrygo
Rodrygo
Mynd: EPA
Brasilíski leikmaðurinn Rodrygo skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-0 sigrinum á Athletic Bilbao í La Liga í gær. Leikmaðurinn segist ekki hafa áhyggjur af stöðu sinni ef franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe ákveði að ganga í raðir félagsins.

Rodrygo hefur komið að 21 marki í 41 leik með Madrídingum á tímabilinu og verið eitt helsta vopn liðsins ásamt Jude Bellingham og ViniciusJunior.

Hann fylgist greinilega vel með fréttum um Real Madrid, en Kylian Mbappe er sagður vera á leið til félagsins í sumar frá Paris Saint-Germain.

Rodrygo telur að Mbappe sé nálægt samkomulagi.

„Mbappe til Real Madrid? Ég held að það sé nálægt eða það er það sem blaðamennirnir segja. Ég treysti ykkur, en annars hef ég ekki hugmynd um hvað er í gangi,“ sagði Rodrygo við fjölmiðla í gær.

Spænska blaðið Nacional greindi frá því að Liverpool væri að undirbúa annað tilboð í Rodrygo sem nemur um 80 milljónum evra en Rodrygo virðist ekki hafa áhuga á að færa sig um set.

„Verð ég bekkjaður? Það verður ánægjulegt vandamál fyrir þjálfarann. Öll mín einbeiting er á Real Madrid,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner