Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. júní 2022 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
Finalissima: Argentína tók Ítalíu í kennslustund
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Ítalía 0 - 3 Argentína
0-1 Lautaro Martinez ('28)
0-2 Angel Di Maria ('45)
0-3 Paulo Dybala ('94)


Ítalía og Argentína mættust í úrslitaleik 'Finalissima' þar sem sigurvegari Copa America mætir sigurvegara Evrópumótsins. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga.

Ítalir byrjuðu þokkalega vel en lentu undir á 28. mínútu og eftir það virtist aðeins eitt lið vera á vellinum. Lautaro Martinez skoraði fyrsta markið og lagði svo næsta mark upp fyrir Angel Di Maria sem stakk Giorgio Chiellini af eftir slakan varnarleik Leonardo Bonucci.

Gianluigi Donnarumma var besti leikmaður Ítala í seinni hálfleik og varði nokkrum sinnum glæsilega en gat ekki stöðvað þriðja og síðasta markið sem kom undir lok uppbótartímans. Þar var Paulo Dybala á ferðinni eftir undirbúning frá Lionel Messi sem lagði einnig fyrsta markið upp.

Niðurstaðan þægilegur sigur fyrir Argentínu sem sýndi gífurlega yfirburði gegn Ítölum sem töpuðu fyrir Norður-Makedóníu í vor í umspilsleik um sæti á HM.


Athugasemdir
banner
banner
banner