Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 14:29
Brynjar Ingi Erluson
Guehi til Liverpool - „Here we go!“
Marc Guehi er á leið til Liverpool
Marc Guehi er á leið til Liverpool
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Englandsmeistarar Liverpool eru að ganga frá kaupum á enska varnarmanninum Marc Guehi frá Crystal Palace. Hann er á leið í læknisskoðun. Sky Sports og Fabrizio Romano greina frá þessu.

Liverpool og Palace hafa náð samkomulagi um kaup og sölu á Guehi en Englandsmeistararnir kaupa hann fyrir 35 milljónir punda og fær Palace 10 prósent af næstu sölu.

Guehi, sem er 25 ára gamall, er á leið í læknisskoðun hjá Liverpool, en hann hefur þegar samið við félagið um kaup og kjör.

Fyrir hálftíma síðan var hætta á því að Guehi færi ekki til Liverpool þar sem West Ham var að skoða þann möguleika að 'stela' arftaka enska varnarmannsins, en Fabrizio Romano hefur nú staðfest að Guehi sé á leið til Liverpool.

Hann verður annar leikmaðurinn sem Liverpool sækir á gluggadegi á eftir Alexander Isak sem er að koma til félagsins frá Newcastle United fyrir metfé.


Athugasemdir
banner
banner