Englandsmeistarar Liverpool eru að ganga frá kaupum á enska varnarmanninum Marc Guehi frá Crystal Palace. Hann er á leið í læknisskoðun. Sky Sports og Fabrizio Romano greina frá þessu.
Liverpool og Palace hafa náð samkomulagi um kaup og sölu á Guehi en Englandsmeistararnir kaupa hann fyrir 35 milljónir punda og fær Palace 10 prósent af næstu sölu.
Guehi, sem er 25 ára gamall, er á leið í læknisskoðun hjá Liverpool, en hann hefur þegar samið við félagið um kaup og kjör.
Fyrir hálftíma síðan var hætta á því að Guehi færi ekki til Liverpool þar sem West Ham var að skoða þann möguleika að 'stela' arftaka enska varnarmannsins, en Fabrizio Romano hefur nú staðfest að Guehi sé á leið til Liverpool.
Hann verður annar leikmaðurinn sem Liverpool sækir á gluggadegi á eftir Alexander Isak sem er að koma til félagsins frá Newcastle United fyrir metfé.
???? BREAKING: Liverpool agree deal to sign Marc Guehi from Crystal Palace, here we go!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2025
Deal in place for fee over £35m plus 10% sell-on clause included in the package.
Guehi agreed personal terms with Liverpool one month ago, now all done.
One more move by Richard Hughes. ?? pic.twitter.com/y1JhjCLCvJ
Athugasemdir